Pólstjarnan

Pólstjarnan is a North Atlantic based sailing yacht with home base in Fáskrúðsfjörður, Iceland.

Vessel Name: Pólstjarnan
Vessel Make/Model: Motiva 43
Hailing Port: Fáskrúðsfjörður
Crew: Guðni Ársælsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Sóley Karlsdóttir
Social:
20 July 2019 | 68 09'N:31 44'W, Kangerlussuaq
19 July 2019 | 67 48'N:30 17'W, Við Grænlandsströnd
19 July 2019 | 67 32'N:29 08'W, 75 nm frá strönd Grænlands
19 July 2019 | 67 14'N:27 53'W, 75 nm frá strönd Grænlands
19 July 2019 | 676 02'N:26 3'W, Miðlína Íslands og Grænlands
18 July 2019 | Halamið
18 July 2019 | ÍSAFJÖRÐUR
16 July 2019 | Grænahlíð
15 July 2019 | 66 15'N:22 04'W, Reykjafjörður
15 July 2019 | Skagafjörður
14 July 2019 | Skjálfandaflói
12 July 2019 | Húsavík
11 July 2019 | Öxarfjörður
10 July 2019
10 July 2019 | 64 12'N:13 28'W, Fáskrúðsfjörður
07 July 2019 | 64 55'N:14 01'W, Fáskrúðsfjörður
22 June 2019 | Fáskrúðsfjörður
Recent Blog Posts
20 July 2019 | 68 09'N:31 44'W, Kangerlussuaq

Lögst við Akkeri í Kangerlussuaq

Því verður tæplega lýst með orðum hvernig landtakan er hér í Grænlandi, það verður líklega hver og einn að upplifa, en landslagið og sviðsmyndin hér toppar allt sem maður hefur áður upplifað. Hérna er dúnalogn, glampandi sól og alger steik þótt hitamælirinn sýni reyndar [...]

19 July 2019 | 67 48'N:30 17'W, Við Grænlandsströnd

Við upphaf næturvaktar

Þokunni létti loks um leið og Guðni reis úr rekkju fyrir næturvaktina og við blasti frekar stórbrotin strandlengja Grænlands. Siglum núna inn með ströndinni í logni og góðu skyggni. Ekki mikið af ísjökum eftir að við fórum að nálgast ströndina meira. Áætlum að vera lögst á akkeri um kl 7 í fyrramálið

19 July 2019 | 67 32'N:29 08'W, 75 nm frá strönd Grænlands

Logn og þoka

Hér um borð í Pólstjörnunni er aftur komin þoka og alveg blanka logn með spegilsléttum sjó. Það eru stöku ísjakar hérna á svæðinu, ekki neitt risavaxnir en sumir sæmilegir samt. Sjást sem betur fer sæmilega í ratsjá, en það er svolítið spennandi samt að vera á útkíkkinu í þokunni eftir ís sem við sjáum mögulega ekki á radarnum. Eigum eftir 73 nm inn á akkerislægið sem við erum sð stefna á (68°10N, 31°46W), en minnsta fjarlægð frá landi er núna rétt um 40 sjómílur. Ættum að vera með góða landsýn ef ekki væri þokan. Kom mjög góður kafli í dag sem var alveg heiðskýrt og góð landsýn og yfirsýn yfir jakana hérna í kring. Nýjasta spá um hvenær akkerið fellur er hálf 7 í fyrramálið.

Lögst við Akkeri í Kangerlussuaq

20 July 2019 | 68 09'N:31 44'W, Kangerlussuaq
Þorsteinn
Því verður tæplega lýst með orðum hvernig landtakan er hér í Grænlandi, það verður líklega hver og einn að upplifa, en landslagið og sviðsmyndin hér toppar allt sem maður hefur áður upplifað. Hérna er dúnalogn, glampandi sól og alger steik þótt hitamælirinn sýni reyndar bara 2 gráður. Hér þarf að læra alveg nýja hluti og við erum þegar byrjuð að afla okkur nokkurs lærdóms, t.d það að akkerislægi sem lítur vel út á liggjandanum verður hraðbraut ísjaka þegar flæðir að og þeir húkkast í bæði akkeriskeðjur og landlínur :-).

Allir í toppstandi, bæði bátur og fólk.

Við upphaf næturvaktar

19 July 2019 | 67 48'N:30 17'W, Við Grænlandsströnd
Þorsteinn
Þokunni létti loks um leið og Guðni reis úr rekkju fyrir næturvaktina og við blasti frekar stórbrotin strandlengja Grænlands. Siglum núna inn með ströndinni í logni og góðu skyggni. Ekki mikið af ísjökum eftir að við fórum að nálgast ströndina meira. Áætlum að vera lögst á akkeri um kl 7 í fyrramálið

Logn og þoka

19 July 2019 | 67 32'N:29 08'W, 75 nm frá strönd Grænlands
Þorsteinn
Hér um borð í Pólstjörnunni er aftur komin þoka og alveg blanka logn með spegilsléttum sjó. Það eru stöku ísjakar hérna á svæðinu, ekki neitt risavaxnir en sumir sæmilegir samt. Sjást sem betur fer sæmilega í ratsjá, en það er svolítið spennandi samt að vera á útkíkkinu í þokunni eftir ís sem við sjáum mögulega ekki á radarnum. Eigum eftir 73 nm inn á akkerislægið sem við erum sð stefna á (68°10N, 31°46W), en minnsta fjarlægð frá landi er núna rétt um 40 sjómílur. Ættum að vera með góða landsýn ef ekki væri þokan. Kom mjög góður kafli í dag sem var alveg heiðskýrt og góð landsýn og yfirsýn yfir jakana hérna í kring. Nýjasta spá um hvenær akkerið fellur er hálf 7 í fyrramálið.
Current Position
Pólstjarnan's Photos - Main
No Photos
Created 10 July 2019

About & Links