Pólstjarnan

Pólstjarnan is a North Atlantic based sailing yacht with home base in Fáskrúðsfjörður, Iceland.

Vessel Name: Pólstjarnan
Vessel Make/Model: Motiva 43
Hailing Port: Fáskrúðsfjörður
Crew: Guðni Ársælsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Sóley Karlsdóttir
Social:
03 August 2019 | Faxaflói
03 August 2019 | Næstum Faxaflói
03 August 2019 | 64 19'N:26 46'W, 128 nm frá Reyjavík
02 August 2019 | 64 26'N:29 34'W, 200 nm frá Íslandi
02 August 2019 | 64 44'N:32 30'W, 125 nm frá Grænlandi
01 August 2019 | 65 01'N:35 12'W, 65.01 N, 35.12W
28 July 2019 | Tasiilaq
25 July 2019 | 65 55'N:36 53'W, 65.55 N, 36.53W
24 July 2019 | 66 11'N:35 33'W, Storö
23 July 2019 | 66 21'N:35 08'W, 66.21N / 35.08W
22 July 2019 | 66 40'N:34 27'W, 66.40/34.27W
21 July 2019 | 68 10'N:31 44'W, Kangerlussuaq
20 July 2019 | 68 10'N:31 44'W, Kangerlussuaq
20 July 2019 | 68 09'N:31 44'W, Kangerlussuaq
19 July 2019 | 67 48'N:30 17'W, Við Grænlandsströnd
19 July 2019 | 67 32'N:29 08'W, 75 nm frá strönd Grænlands
19 July 2019 | 67 14'N:27 53'W, 75 nm frá strönd Grænlands
19 July 2019 | 676 02'N:26 3'W, Miðlína Íslands og Grænlands
18 July 2019 | Halamið
18 July 2019 | ÍSAFJÖRÐUR
Recent Blog Posts
03 August 2019 | Faxaflói

Erum að detta í land

Þá er þessum túr að ljúka og við komin á þekktar slóðir hérna inn á Faxaflóa, eigum eftir tvo tíma inn til Hafnarfjarðar og verðum þar 03:15 í nótt. Eigum þá eftir að klára tollafgreiðslu. Búinn að vera alveg frábær ferð í alla staði og eigum mikla vinnu fyrir höndum að taka saman ferðasögu og myndir eftir túrinn. Erum með einhver 260 GB af myndum og video úr ferðinni sem á eftir að taka tíma að fara yfir :-)

03 August 2019 | Næstum Faxaflói

Engin landsýn

Erum núna komin í rólegt netsamband og ættum tæknilega að hafa landsýn af Snæfellsjökli, en hann er samt eitthvað að fela sig í skýjum enn blessaður. Verðum í Hafnarfirði c.a 4 í nótt nema við fáum einhvern smá vind til að leika okkur í, en það gæti hægt eitthvað á okkur þar sem við búumst ekki við neitt og miklum vindi. Væri samt gott að hvíla sig smá á glamrinu í fílupúkanum honum mr Ford.

03 August 2019 | 64 19'N:26 46'W, 128 nm frá Reyjavík

Staðan að morgni Laugardags

Vorum ekki fyrr búinn að sleppa bloggpósti gærkvöldsins þegar mr Ford tók upp á því að vera með sínar kenjar. Orsökin sem fyrr sú að honum hafði tekist að draga loft inn á olíuverkið. Millitíminn á því að koma honum af stað aftur er samt orðin mjög góður og þetta tafði okkur ekki mikið. Þetta gerðist tvisvar með 4 tíma millibili, en í seinna skiptið var aðeins fært upp á lögninni frá olíutaknum og við vonum að þar hafi verið að finna frumorsökina, en amk er mr Ford búinn að vera glaður í 5 klukkutíma þegar þetta er skrifað. Hérna er mjög rólegur vindur og nær slettur sjór, en nokkur kvika úr SA. Það er því enn um sinn útlit fyrir að við þurfum að treysta á mr.Ford til þess að færa okkur nær Íslandi. Smá von um léttan byr seinnipartinn, en nær líklega ekki nógu sunnarlega til þess að nýtast okkur að gagni. Annars allt í góðu standi um borð og allir kátir. Gerum ráð fyrir því að verða í Hafnarfirði um klukkan 04:00 aðfararnótt sunnudags.

Fyrsti morgn í hafi

02 August 2019 | 64 44'N:32 30'W, 125 nm frá Grænlandi
Þorsteinn
Næturvaktin var frekar viðburðarík svona fyrri hlutann, en vindur datt alveg niður seint í gærkvöldi og þá átti að grípa til mr. Ford sem hafði sýnt af sér smá fílukast í gær þegar hann drap á sér skömmu eftir að strönd Grænlands sleppti. Við töldum okkur þekkja vel til þeirrar bilunar, en þegar við tókum við bátnum í Noregi vorum við í töluverðu brasi með skít í olíutanknum. Síðar kom í ljós að það var algert skítamál, því að orsökin reyndist sú að öndun fyrir klósetttank (sem geymir það sem fer í klósettið) var samtengd öndun fyrir olíutank, og því það sem gerðist þegar klósetttankur yfirfylltist að gúmmelaðið lak ofan í olíutankinn...... ... en síðan eru nú nokkur ár, og mikið búið að gera til þess að hreinsa tankinn, en þó gerist það við vissar aðstæður að aðal olíusían fyrir díselolíu stíflast, og þegar það gerist þarf að skipta um hana og lofttæma olíuverkið áður en hægt er að setja í gang að nýju. Þetta gerðum við í gær, en það má reyndar nefna að aðal olíusían er tvöföld þannig að við getum hratt skipt yfir á nýja og því ekki kannski stórmál að laga. Þetta gerðum við sem sagt í gær og töldum málinu þar með lokið. Þegar hinsvegar átti að grípa til mr. Ford eftir að vindur datt niður í gærkvöldi reyndist hann algerlega ósammála því að búið væri að gera nægjanlega vel við sig og neitaði alveg að ganga nema í 30 mínútur í senn. Það kostaði það að í hverri umferð var skipt um eina olíusíu (þær eru samtals 4) og allar pakkningar sem þeim fylgja. Ekki dugði það heldur og þá var farið í að aftengja allar slaufur sem voru á lögninni til þess að útiloka alla mögulega loftleka að olíuverki. Þessar aðgerðir bá ru árangur og þegar þetta er skrifað hefur mr. Ford gengið glaður í 8 klukkustundir án þess að kvarta. Teljum því að orsökina sé að finna í búnaði sem notaður er til þess að skipta á milli olíutanka, þar hefur einhver þétting gefið sig og loft sloppið inn. Vindurinn sem við fengum í gær var norð austan sem gerði það að verkum að við urðum að halda okkur á suð austlægri stefnu allan gærdaginn sem færði okkur mun sunnar en heppilegast væri fyrir landtöku á Patró. Við erum því hér um borð að spegúlera í því hvort að við tökum land suður í henni Reykjavik í stað þess að fara á Patró, og gera frekar sjálfstæða ferð þangað við tækifæri. Ef það verður niðurstaðan gerum við ráð fyrir því að vera í landi seint á laugardagskvöld eða að morgni sunnudags. Allt annað tíðindalítið. Hér er komin bongó blíða (skútuóveður), nánast logn og lítill sjór.
Comments

About & Links